Thursday, March 8, 2012

Órói, kvika, keramik



Ó, ég er svo happí með þetta veggskraut úr keramiki! Eiginlega er varla hægt að kalla þetta óróa, af því að það er bara glerungur öðrum megin á plötunum, en einhver órói er þarna samt.

Allir þekkja íslenskt hraunkeramik, en ekki þarf að rýna lengi í myndina í miðjunni til að sjá að hér á landi gátu menn líka galdrað fram glóandi kvikukeramikóróadims.

Dýrðin er úr smiðju Hrafnhildar Tove Kjarval og Robin Løkken, í upphafi áttunda áratugs síðustu aldar. Hún Þórdís skrifaði um Kjarval og Løkken hér og hér.

Mun þennan fann ég hjá Kristniboðunum í Austurveri. Klárlega. (Svo maður bregði nú fyrir sig ljótri tísknesku).

10 comments:

  1. ooh kristinboðarnir luma á einhverju dýrindi svona 1 sinni á ári, þar fann ég bleika tékkann minn

    ReplyDelete
  2. Þetta er - já - uuu - áhugavert?

    ReplyDelete
  3. Hehe, já:)
    Mér finnst þetta fönkí og töff, en geri mér fulla grein fyrir að svona hlutier eru ekki að allra smekk:)

    ReplyDelete
  4. "Hlutier" er franska og þýðir hlutir.

    ReplyDelete
  5. Og ekki gleyma að bera háið fram síðar í orðinu, það kemur út ca svona: luhtier. Alþekkt. Mér finnst þetta mjög töff órói.

    ReplyDelete
  6. Really nice things!!! Like the colours very much!

    ReplyDelete
  7. Thanks, I love that thingie too:)

    ReplyDelete
  8. These are beautiful and I agree with Cinna (Tusen Vaser) that the colours are gorgeous. Emma x

    ReplyDelete
  9. Hi!
    I love the Ceramics!! Are they German?

    ReplyDelete
  10. Thanks:) This piece is made in Iceland in the 70s, by a small (and short lived) ceramic studio called Kjarval & Lökken.

    ReplyDelete